Almennt svið

Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli reynslu af hagsmunagæslu á flestum þeim sviðum sem einstaklinga snertir. Íslenska Lögfræðistofan býður viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks þjónustu, byggða á þekkingu og reynslu, ásamt heiðarlegu stöðumati frá upphafi málareksturs.

Smelltu á réttarsviðin hér að neðan til að fá nánari upplýsingar.

Erfðir og dánabú

Íslenska lögfræðistofan veitir ráðgjöf og tekur að sér hagsmunagæslu fyrir erfingja vegna skipta á dánarbúum, hvort sem um er að ræða einkaskipti eða opinber skipti. Þá sjá lögmenn stofunnar um gerð erfðaskráa og annarra samninga vegna erfða.

Skaða- og slysabætur

Íslenska lögfræðistofan hefur mikla reynslu af innheimtu slysabóta vegna umferðar-, vinnu- og frítímaslysa. Lögmenn stofunnar hafa í rúman áratug annast hagsmunagæslu fyrir tjónþola gegn tryggingafélögum og flutt ótal fjölda dómsmála vegna skaðabótaskyldu tjónvalda eða tryggingafélaga þeirra. Lögmenn stofunnar sjá um öflun allra nauðsynlegra gagna fyrir tjónþola frá því fyrst er leitað til stofunnar, þar til uppgjör bóta liggur fyrir.

Stjórnsýsla

Íslenska lögfræðistofan tekur að sér gerð stjórnsýslukæra fyrir einstaklinga og annast alla hagsmunagæslu vegna meðferðar mála hjá stjórnvöldum. Þá veita lögmenn stofunnar ráðgjöf á öllum sviðum stjórnsýslunnar og annast rekstur ágreiningsmála fyrir stjórnsýslunefndum, dómstólum eða hjá umboðsmanni Alþingis.

Hjúskapur og sambúð

Lögmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla þekkingu á þeim réttarsviðum sem tengjast hjúskap og sambúð. Hagsmunagæsla lögmanna stofunnar felst m.a. í gerð kaupmála, fjárskiptasamninga, skiptum samkvæmt ákvæðum hjúskaparlaga og annarri réttaraðstoð tengdri skilnaði og sambúðarslitum.

Verjendastörf

Lögmenn stofunnar sinna verjendastörfum fyrir sakborninga í sakamálum hvort sem er á rannsóknarstigi eða fyrir dómstólum. Þá taka lögmenn stofunnar einnig að sér réttargæslu fyrir þolendur afbrota, þ.m.t. gerð skaðabótakröfu á hendur brotamönnum og umsókn um greiðslu ríkissjóðs á skaðabótum til þolenda afbrota samkvæmt lögum nr. 69/1995.

Barnaréttur

Lögmenn stofunnar búa yfir traustri þekkingu á réttarsviðum sem tengjast börnum, hvort sem um er að ræða úrlausn forsjármála í kjölfar skilnaðar og sambúðarslita, málum tengdum faðerni barna, umgengnisréttarmálum eða málum er varða framfærslu barna. Þá hafa lögmenn stofunnar enn fremur gætt hagsmuna í barnaverndarmálum hjá stjórnvöldum og dómstólum, bæði fyrir barnaverndaryfirvöld og foreldra.

Leiguréttur

Lögmenn stofunnar búa yfir traustri þekkingu og reynslu í hagsmunagæslu fyrir leigusala og leigutaka. Sem dæmi má nefna gerð og túlkun leigusamninga, ráðgjöf varðandi tiltæk úrræði vegna vanefnda á leigusamningi, aðstoð við gerð kæra til kærunefndar húsaleigumála og málarekstur fyrir dómstólum.

Vinnuréttur

Lögmenn stofunnar búa yfir víðtækri reynslu af hagsmunagæslu fyrir launþega og stéttarfélög á sviði vinnuréttar. Sem dæmi má nefna ráðgjöf við gerð og slit ráðningarsamninga, túlkun og framkvæmd kjarasamninga, lífeyrisréttindi og gerð starfslokasamninga. Lögmenn stofunnar hafa rekið fjölmörg mál fyrir starfsmenn og stéttarfélög fyrir dómstólum.

Skipulags- og byggingarmál

Lögmenn stofunnar búa yfir mikilli reynslu af skipulags- og byggingarmálum og veita t.a.m. álit og ráðgjöf um réttarstöðu einstaklinga og lögaðila gagnvart skipulagsyfirvöldum auk þess sem þeir taka að sér gerð stjórnsýslukæra og hagsmunagæslu fyrir dómstólum.

Fasteignir

Lögmenn Íslensku lögfræðistofunnar hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu fyrir einstaklinga og lögaðila á fasteignamarkaði. Meðal helstu verkefna lögmanna stofunnar má nefna skjala- og samningsgerð vegna fasteignakaupa, hagsmunagæslu vegna galla í fasteignum og kröfugerð vegna annarra vanefnda. Á sviði eignarréttar veita lögmenn stofunnar meðal annars ráðgjöf á grundvelli jarðarlaga og forkaupsréttarreglna sem og alhliða ráðgjöf sem lýtur að byggingar- og skipulagsmálum.

Samningsréttur

Lögmannsstofan veitir sérhæfða ráðgjöf á sviði samningaréttar og hafa lögmenn hennar yfirgripsmikla þekkingu á þessu réttarsviði. Lögmannsstofan annast alhliða ráðgjöf um samningsgerð, túlkun og efndir samninga. Með vandaðri samningsgerð má koma í veg fyrir ágreiningsmál sem leitt geta til málaferla fyrir dómstólum. Afar mikilvægt er því að hugað sé að réttum og lögmætum samningsatriðum í upphafi hvers máls.

Gjaldþrotaskipti

Lögmannsstofan hefur ávallt lagt mikla áherslu á framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði skuldaskila- og gjaldþrotaréttar. Lögmenn stofunnar hafa sinnt störfum sem skiptastjórar, aðstoðarmenn í greiðslustöðvun fyrirtækja og verið umsjónarmenn með nauðasamningum. Þá hafa þeir einnig gætt hagsmuna kröfuhafa í ríkum mæli, bæði við gerð kröfulýsingar og við almenna hagsmunagæslu gagnvart skuldurum sem eru í skiptameðferð eða greiðslustöðvun. Auk þess veitir lögmannsstofan ráðgjöf í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.